Eitt mikilvægasta málefni samfélagsins í dag!Á fundinum munum við leita svara við nokkrum mikilvægum spurningum sem fyrirtæki og stofnanir standa frammi fyrir þegar starfsfólk þarf að hverfa tímabundið eða alfarið úr starfi vegna starfsþrots eða kulnunar. Þarfir starfsmanna sem lenda í starfsþroti geta verið ólíkar, sumir eru frá í styttri tíma og koma til baka í sama starf, aðrir eru frá í lengri tíma og þurfa að koma til baka í hlutastarf eða annað starf með aðrar hæfnikröfur.