fbpx
Loading Events

« All Events

„Mitt djamm“ 100 fjalla markmið á einu ári. Hvert er þitt djamm?

27. maí @ 09:00 - 10:00

Hvað myndir þú gera ef þú gæfir þér heilt ár til að ná markmiði þínu eða til að elta eigin ástríðu?

Eitt af því góða við það að þroskast er að gangast við því hvað manni finnst skemmtilegast að gera. “Þetta er bara mitt djamm” er setning sem ég segi oft til að að réttlæta eigin útivist. “Mitt djamm” felst í því að vera úti í náttúrunni, á fjöllum í góðra vina hópi. Þar nýt mín i botn.

Í tilefni 50 ára afmælisárinu setti Birna sér persónulegt markmið um að gefa sér þá afmælisgjöf að ganga á 50 fjöll – eitt fyrir hvert ár sem hún hefur lifað og bjóða samferðafólki sínu með. En „djammið“ fór úr böndunum og fjöllin urðu 100!

Birna deilir ferðasögunni og segir frá kostum þess að næra eigin ástríðu og hversu mikið slík ástríða getur gefið í bæði starfi og daglegu lífi.

Hver verður með okkur?

Birna Bragadóttir, forstöðukona frumkvöðlaseturs og vísindamiðlunar Orkuveitunnar

Birna hefur undanfarin ár hefur byggt upp áfangastað orku og náttúru í Elliðaárstöð. Birna situr ennig í stjórnum Orku náttúrunnar og Orkuklasans.

Hvar verðum við?

Á vefnum – í Teams

Details

Date:
27. maí
Time:
09:00 - 10:00
Event Category:

Venue

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.