Vistferilsgreining (e. Life Cycle Assessment, LCA) er aðferð sem notuð er til að meta umhverfisáhrif vöru og þjónustu yfir allan vistferil þeirra.
Á Dokkufundinum verður farið yfir meginatriði vistferilsgreininga, hvernig þær sýna hvar helstu umhverfisáhrifin eiga sér stað og hvernig þær nýtast til að stuðla að sjálfbærni verkefna, vöru og þjónustu.
Ása Rut Benediktsdóttir, sérfræðingur á umhverfis- og samfélagssviði Eflu verkfræðistofu
Ása er með M.Sc. í efnaverkfræði og á fagsviði hennar eru vistferilsgreiningar fyrir mannvirki og vörur, auk umhverfisyfirlýsinga (EPD). Hún hefur mikla reynslu af gerð vistferilsgreininga og hefur komið að fjölda greininga í byggingargeiranum og iðnaði.
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum. Allir sem eru skráðir á Dokkufundinn þegar hann hefst fá sjálfkrafa senda upptökuna í tölvupósti.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn en finnur ekki upptökuna í tölvupóstinum þínum, þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.