Það sem Dokkan stendur fyrir

DOKKAN

Dokkan er fyrst og fremst öflugt þekkingar- og tengslanet fyrir stjórnendur og fagfólk í atvinnulífinu. Dokkan er vettvangur þeirra sem telja verðmæti í því falin að miða sín á milli þekkingu og reynslu á hinum fjölmörgu sviðum sem Dokkan tekur fyrir.

MOTTÓ

Það er ekki það sem þú veist sem breytir heiminum heldur það sem þú gerir.

MARKMIÐ

Markmið okkar er vera vettvangur stjórnenda og fagfólks sem þekkir og metur gildi þess að deilda með öðrum þekkingu og reynslu af öllum fagsviðum sem snerta stjórnun og rekstur og lífið á vinnustaðnum. Þannig vil Dokkan leggja sitt af mörkum til að eflingar fagmennsku og fagfólks á öllum sviðum.

PERSÓNUVERNDARSTEFNA

Allar persónuupplýsingar sem Dokkan hefur geta einstaklingar nálgast sjálfir með því að logga sig inn á sitt svæði á vefnum með notendaaðgangi sínum. Þær upplýsingar sem Dokkan hefur um einstaklinga sem hafa stofnað notendaaðgang í Dokkunni og þeir geta nálgast sjálfir eru m.a.:

  • Nafn, vinnustaður og netfang
  • Starfsheiti
  • Hvaða Dokkufundi viðkomandi hefur sótt
  • Hvaða áhugasvið viðkomandi hefur valið sér að fylgjast með

Dokkan mun aldrei láta samskiptaupplýsingar notenda (t.d. netfang eða farsímanúmer) í té þriðja aðila nema hugsanlega samstarfsaðilum sínum sem taka þátt í að veita þjónustuna og aldrei í öðrum tilgangi en að eiga hófleg og eðlileg samskipti við notendur vegna aðgangs þeirra að Dokkunni.