BEZTA námskeið

ÞJónustuhönnun (service design)

Þú lærir:

 • Að skilgreina hverjir eru þínir aðalviðskiptavinir
 • Að skilja hvernig þú getur náð betur til þeirra
 • Að kortleggja í hvaða samhengi þjónustan þín býr
 • Að skilja hvaða áhrifa það hefur á hana

Námskeiðið er fyrir:

 • Þau sem stýra þjónustu eða vöruframboði fyrirtækja
 • Þau sem hafa áhuga á að skilja í hverju þjónustuhönnun felst (service design)
 • Þau sem hafa áhuga á að skerpa og auka þá þjónustu sem þau nú þegar bjóða
 • Þau sem hafa áhuga á að skilja hvernig vörur þeirra nýtast viðskiptavinum

 

ÞJónustuhönnun (service design)

27. mars 2019, kl. 9.00 - 12.00

Natura, Víkingasalur

Magga Dóra Ragnarsdóttir

Af hverju þetta námskeið

Til að sinna viðskiptum við fyrirtæki hefur fólk alla jafna nú margar leiðir til að nálgast fyrirtækið. Það má nálgast það stafrænt, í gegnum vef eða tölvupóst, það má hringja og það má jafnvel í sumum tilfellum mæta á staðinn.  

Stærri fyrirtæki sem bjóða breitt vöruúrval hafa gjarnan sérhægt ákveðna starfsmenn í að sinna ákveðnum vörum og þjónustu.

Þessar nálganir virkar mjög vel fyrir eina aðgerð eða einstaka snertingu viðskiptavina við fyrirtæki en um leið og viðskiptavinur leitar ítrekað til sama fyrirtækis en þarf í hvert sinn að byrja á erindi sínu frá grunni, eins og hann hafi aldrei áður verið í sambandi, þá molast úr sambandi viðskiptavinar og fyrirtækis.

Sem dæmi, ef viðskiptavinur rannsakar vöru á vefnum, fær þar upplýsingar og sér verð. Fer síðan í verslun og ætlar að ganga frá málum en fær aðrar upplýsingar.  Nú eða ef viðskiptavinur gengur frá viðskiptum við eina deild (t.a.m. fasteignatryggingu) en síðan kannast enginn við hann í næstu deild (ökutækjatrygging).

Þjónustuhönnun gerir fyrirtækjum kleift að samræma vöru og þjónustu yfir mismunandi snertipunkta (vef, síma, verslun) og yfir ólíkar vörulínur.

Skrá mig á námskeiðið

Stund & staður

Tími: 27. mars 2019, kl. 9.00 - 12.00
Staður: Reykjavík Natura, Víkingasalur

Verð

Almennt verð er kr. 39.000 EN fyrir starfsmenn aðildarfyrirtækja Dokkunnar kr. 31.200 - OG - ef keypt eru 2 sæti eða fleiri er veittur sérstakur 10% afsláttur og er verðið þá kr. 28.100 fyrir hvert sæti til starfsmanna aðildarfyrirtæka og kr. 35.100 til annarra.

Morgunverður að hætti Natura innifalinn.

Um námskeiðið

Á námskeiðinu verður farið í grunnstoðir þjónustuhönnunar.

Rætt verður hvað persónur (personas) og notandaferlar (journey maps) eru og hvernig þau hjálpa við að draga upp mynd af þjónustu eða vöru. Farið verður yfir hvernig þau eru unnin og þátttakendur fá að spreyta sig á því að vinna notendaferil.

Skipulag námskeiðsins

Fyrsta hálftímann förum við yfir við hvað eru persónur (personas) og hvað eru notendaferlar (journey maps). Eftir það verður námskeiðið verklegt í hópum.  

 • Þátttakendur ræða hvað eru lykilviðskiptavinir og læra hvernig þeir geta sett sig í spor þeirra persóna.
 • Þátttakendur skilgreina notendaferil út frá gefnu dæmi (fáist næg þátttaka frá einu fyrirtæki til að mynda hóp, má alveg skoða að leyfa þeim hóp að vinna sitt eigið dæmi áfram. Hafið samband við skipuleggjanda upp á hvað hópurinn þyrfti að undirbúa til að gera það).

Skrá mig á námskeiðið

Markmið námskeiðsins

 • Að þátttakendur fáí þau tól í hendur til að geta betur sett sig í fótspor sinna viðskiptavina.
 • Að þátttakendur geti tekið þá þjónustu sem þau eru nú þegar að veita og lyft henni upp á næsta plan.

Leiðbeinandi

Magga Dóra Ragnarsdóttir

Magga Dóra er stafrænn hönnunarstjóri og upplifunarhönnuður með mikla reynslu innlendis og erlendis. Magga Dóra er einnig kennari við Háskólann í Reykjavík.

 

 

Skrá mig á námskeiðið