BEZTA NÁMSKEIÐ

Framhaldsnámskeið: Stjórnun viðskiptaferla - Business Process Management (BPM)


Þú lærir:

 • Tengja ferla og miða ferlavinnu við stefnuna
 •  Að gera starfsemina ferlamiðaðari til að bregðast við breytingum á markaði með markvissum hætti
 •  Að nýta endurgjöf frá markaðinum og nýta rödd viðskiptavinarins við að bæta reksturinn
 •  Að keyra verkefni með BPM áherslum
 • Bestun ferla með ferlagreiningu sem miðar að því að bæta flæði og eyða flöskuhálsum í starfseminni
 • Brúa bilið við UT með því að vinna kröfulýsingar með ferla í forgrunni

Námskeiðið er fyrir:

 • Stjórnendur og sérfræðinga sem vinna að úrbótum í rekstri
 • Sérfræðinga í gæðamálum og starfsmannamálum
 • Starfsmenn og stjórnendur í upplýsingatækni
 • Verkefnastjóra
 • Þjónustustjóra og sérfræðinga í þjónustumálu
 • Og auðvitað alla áhugasama um stjórnun viðskiptaferla (BPM)

Stjórnun viðskiptaferla - BPM

24. maí 2019, kl. 9.00 - 12.00

Natura, Víkingasalur

Magnús Ívar Guðfinnsson starfar sem stjórnandi á þjónustusviði Marel í stefnumótandi verkefnum og ferlaúrbótum.

Af hverju þetta námskeið

Fyrirtæki og stofnanir standa frammi fyrir auknum kröfum um skjót viðbrögð við breytingum á markaði ásamt því að veita góða þjónustu á samkeppnishæfu verði. Þessu verður að ná fram með hagkvæmum hætti og jákvæðum rekstrarniðurstöðum; leita verður nýrra leiða til að standast kröfur markaðarins um bætta þjónustu án þess að auka kostnað í hlutfalli við bætt þjónustustig. Stjórnun viðskiptaferla er áhrifarík leið til að ná fram þessum mótsagnarkenndu markmiðum.

Þetta námskeið útlistar hvernig starfsemin getur brugðist við breytingum á markaði á markvissan hátt. Niðurstöður mælinga og endurgjöf frá markaði þarf að nýta við úrbætur á starfseminni, bæði við stöðugar úrbætur sem og við mótun og stýringu stærri verkefni sem taka á grundvallarþáttum í starfseminni. Sýnt verður fram á hvernig BPM nálgun auðveldar árangur við slíka vinnu í starfseminni.

Markmið námskeiðsins

Markmið námskeiðisins er að gera þátttakendum kleift með aðferðum stjórnun viðskiptaferla að tengja innri ferla fyrirtækisins við markaðinn og halda starfseminni á tánum varðandi þjónustu og stöðuga aðlögun að markaðinum.

Ferlar snúast um viðskiptavini, starfsfólkið og fyrirtækið í heild sinni. Framsetning og hagnýting ferla er öflug leið til að fá starfsmenn til að vinna saman að framþróun í starfseminni, hvort heldur sem eru við að bæta þjónustu, auka hagkvæmni, auka ávinning í vöruþróun, gæðamálum og við að stýra starfseminni með lykilmælingum. Sýnt verður fram á hvernig hægt er að nýta útkomu úr mælingum og greiningu á ferlum til að bæta starfsemina.

Á námskeiðinu verður farið í gegnum stofnun, úrvinnslu og niðurstöður úrbótaverkefna með ferla í forgrunni. Lagðar verða fram aðferðir úr verkfærakistu BPM til að gera þátttakendur meðvitaða og færa um að greina aðstæður og beita mismunandi leiðum eftir samhengi og þeim markmiðum sem unnið er að.

Skrá mig á námskeiðið

Fyrir hverja er námskeiðið?

 • Stjórnendur og sérfræðinga sem vinna að úrbótum í rekstri
 • Sérfræðinga í gæðamálum og starfsmannamálum
 • Starfsmenn og stjórnendur í upplýsingatækni
 • Verkefnastjóra
 • Þjónustustjóra og sérfræðinga í þjónustumálum

Verð

Almennt verð er kr. 39.000 EN fyrir starfsmenn aðildarfyrirtækja Dokkunnar kr. 31.200 - OG - ef keypt eru 2 sæti eða fleiri er veittur sérstakur 10% afsláttur og er verðið þá kr. 28.100 fyrir hvert sæti til starfsmanna aðildarfyrirtæka og kr. 35.100 til annarra.

Morgunverður að hætti Natura innifalinn.

Um námskeiðið

Á námskeiðinu verður farið ítarlega yfir hvernig þátttakendur geta beitt aðferðum úr stjórnun viðskiptaferla (BPM) til að vinna að því að bæta þjónustu, auka sveigjanleika í starfsemi og auðveldað breytingar með slíkri nálgun.

Helstu áherslur námskeiðsins:

 • Kortlagning á snertiflötum við viðskiptavininn – vegferð viðskiptavinarins
 • Eignarhald og mælingar á ferlum
 • Greining og endurhönnun ferla
 • Nýsköpun í ferlahönnun
 • BPM verkefnaramminn
 • Tenging við UT
 • Úrbótavinna með BPM áherslum
 • Stjórnun breytinga – unnið þvert á fyrirtækið/skipuritið

Skrá mig á námskeiðið

Umsagnir um námskeiðið:

 • Efnið var einstaklega áhugavert og greinilegt að flytjandi hafði bæði þekkingu og áhuga sér til stuðnings
 • Góð þekking á efninu, vonandi verður framhaldsnámskeið :)
 • Stutt og hnitmiðað námskeið, þó ég hefði getað setið í heilan dag og hlustað á og rætt um efnið
 • Kom frá sér efninu á mannamáli

Leiðbeinandi

Magnús Ívar Guðfinnsson, MSc

Magnús Ívar er viðskiptafræðingur sem starfað hefur að ferlamálum hjá fyrirtækjum og stofnunum í 15 ár. Hann stundaði nám í alþjóða viðskiptafræði við háskólann í Alabama í Bandaríkjunum frá 1990 - 1994 og útskrifaðist með MSc. í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands árið 1999. Hluti af MSc. náminu fór fram í Norwegian School of Management – BI í Osló í Noregi.

Magnús Ívar hefur unnið við ráðgjöf í stefnumótun, ferlamálum og úrbótum í rekstri hjá framsæknum fyrirtækjum og stofnunum hérlendis sem og í verkefnum erlendis. Starfsreynsla hans spannar m.a. Icelandic Group, Símann, Mílu, Vodafone, Deloitte og Össur. Magnús Ívar starfar nú í ferlamálum á þjónustusviði hjá Marel.

Stund & staður

Tími: 24. maí 2019, kl. 9.00 - 12.00
Staður: Reykjavík Natura, Víkingasalur

Skrá mig á námskeiðið