fbpx

Að taka stjórn á eigin starfsferli og skipuleggja starfslok

Námskeiðið gæti skilað þér nýrri sýn á starfið þitt og hvert þú ert að stefna faglega.

Þú lærir:

  • Hvað er starfsferill og hvað hefur einkennt þinn starfsferil hingað til
  • Aðferð til þess að finna út hvert þú vilt fara með þinn starfsferil
  • Aðferð til þess að finna út hver er þín faglega framtíðarsýn
  • Mikilvægi tengslanets á starfsferlinum
  • Hverjir eru helstu áhrifaþættir í ákvarðanatöku á starfsferlinum og hvernig hægt er að nýta sér þá til framdráttar

Námskeiðið er fyrir:

  • Alla sem vilja meðvitað móta þróun sína í atvinnulífinu
  • Alla sem vilja líða vel í sínu faglega umhverfi
  • Alla sem vilja skoða sýn, stefnu og setja sér markmið fyrir sinn starfsferil

 

Leiðbeinandi

Anna María Þorvaldsdóttir, executive MBA og stjórnenda-markþjálfi

Anna María er mjög reynslumikil úr heimi mannauðsstjórnunar og stjórnendaþjálfunar. Með MBA, og virka ACC vottun markþjálfa. Hún hefur sinnt ótal ráðningum ásamt því að vera stjórnendaþjálfi fyrir metnaðarfullt fólk í atvinnulífinu sem vill gera enn betur á sínum starfsferli.

Anna María var hjá okkur með Dokkufund um efnið og tæplega 150 manns sem skráðu sig.

Hvenær?

Dagss. ákveðin síðar.

Á vefnum á Teams

Af hverju þetta námskeið

Með auknum sveigjanleika, styttri vinnutíma og auknum kröfum fólks um frelsi frá skrifborinu verður stöðugt mikilvægara að hafa stjórn á starfsferlinum. Inni í þessum hugleiðingum er einnig að fólk á besta aldri er farið að huga að því sem kallað er EXIT stefna, þ.e. hvernig og hvenær á að hætta á vinnumarkaði og hvað kannski enn frekar, tekur þá við.

Mynd af manni

Um námskeiðið

Námskeiðið veitir innsýn inn í hvað er starfsferill, og hvernig hægt er að hafa áhrif á hann. Hvaða þættir eru það sem hafa áhrif á ákvarðanir okkar varðandi starfsferilinn og hvers vegna er gott að hafa exit stefnu?

Námskeiðið hjálpar að raungera þínar væntingar um draumastarf þitt og gera þér grein fyrir hvaða kröfur þinn framtíðar vinnustaður þarf að uppfylla.

    Markmið námskeiðsins

    • Að þátttakendur fái skilning á mikilvægi þess að hafa sýn, stefnu og markmið fyrir starfsferil sinn.
    • Að þátttakendur taki upplýstari ákvörðun um núverandi starf og framtíðar störf sín.
    • Að þátttakendur taki virkan þátt, vinni með sína ferilskrá og faglegu framtíðarsýn.

    Hvar?

    Í beinni á Teams  – þú færð sendan tengil á námskeiðið tímanlega áður en það hefst.
    Til að fá örugglega sendan tengil er best að skrá sig á námskeiðið í síðasta lagi einni klukkustund áður en það hefst.

    Verð

    Almennt verð er kr. 35.100 EN fyrir starfsmenn aðildarfyrirtækja Dokkunnar kr. 28.000 – OG – ef keypt eru 2 sæti eða fleiri er veittur sérstakur 10% afsláttur og er verðið þá kr. 25.300 fyrir hvert sæti til starfsmanna aðildarfyrirtæka og kr. 31.600 til annarra.