fbpx

 Vellíðan á vinnustað – frelsi frá streitu og kvíða

Viltu styrkja einbeitingu og auka gleði og vellíðan sem stuðla m.a. að heilbrigðari samskiptum á vinnustaðnum?

Þú lærir:

 • Að þekkja hvað það er sem hefur mest áhrif á líðan þína.
 • Að stöðva mögulega neikvæða þróun á heilsufari.
 • Að þekkja hverju þú hefur stjórn á og hverju ekki.
 • Að öðlast frelsi frá streitu og kvíða.
 • Að nota dá/hugleiðslur sem fylgja námskeiðinu.

Námskeiðið er fyrir:

 • Leiðtoga og stjórnendur sem er umhugað um líðan starfsfólks.
 • Alla sem vilja stíga upp til áhrifa og ábyrgðar og stuðla að ánægðu starfsfólki á  heilbrigðum vinnustað.
 • Alla sem vilja ná betri árangri, líða betur og öðast frelsi frá streitu og kvíða.

Leiðbeinandi

Sara Pálsdóttir

Sara Pálsdóttir er frumkvöðull, heilari og lögmaður. Eftir að hafa sjálf frengið frelsi frá krónískum veikindum eins og fíkn, átröskun, kvíða, síþreytu, vöðvabólgu og krónískum verkjum (m.a. með hugleiðslu), starfar Sara í dag við að hjálpa fólki að fá frelsi frá streitu og kvíða.

Í síauknum mæli leita einstaklingar til Söru sem eru í kulnun, örmögnun og komnir í veikindaleyfi vegna þessa.

Hvenær?

Tími ákveðinn síðar

Á vefnum – í  Teams

Af hverju þetta námskeið

Á síðastliðum þremur árum hafa um 6.500 einstaklingar leitað til Virk starfsendurhæfingarsjóðs vegna heilsubrests sem leitt hefur til óvinnufærni um lengri eða skemmri tíma. Þetta eru um 8 einstaklingar á hverjum virkum degi þessi þrjú ár – getur þetta verið? Já, því miður.

Streita, kvíði, þreyta, hraði, álag – allt eru þetta einkenni sem við könnumst sennilega alltof vel við og erum jafnvel sjálf á einhverri vegferð sem við gerum okkur ekki alveg grein fyrir – fyrr en of seint.

Dokkan vill, með þessu námskeiði, leggja sitt af mörkum og kynna aðferðir sem gagnast hafa fjölmörgum til að takast á við áskoranir dagslegs lífs. 

Um námskeiðið

Á námskeiðinu verður leitast við að svara eftirfarandi spurningum:

 • Hvað er það sem stýrir líðan okkar, heilsu og velgengni á vinnustað?
 • Hvað veldur kvíða, vanlíðan og streitu á vinnustað sem jafnvel getur endað með kulnun eða örmögnun?
 • Hef ég eitthvað með þetta sjálf/ur að gera eða snýst þetta allt um hversu há laun ég fæ, fríðindin, eða vinnuaðstæður?
 • Hvernig getum við komið í veg fyrir vanlíðan, streitu og kulnun og verið í frelsi og vellíðan í vinnunni.
 • Er mögulegt að vera frjáls frá streitu og kvíða í vinnu og líða vel alla daga? Hvernig?
 • Plús: Undra-tólið ,,hugleiðsla á vinnustað“ sem getur fækkað veikindadögum um 76% og margfaldað vellíðan og starfsánægju!

________________________________

Við veltum líka fyrir okkur hvort neikvætt sjálfstal geti verið er ein af meginrótum kvíða, þunglyndis, síþreytu, krónískra verkja og almennrar vanlíðunar. 

Námskeiðinu fylgja 5 hug/dáleiðslur til að nota í dagsins önn, en Sara er löngu þekkt fyrir sínar sérhönnuðu hugleiðslur, sem fara mjúklega að undirmeðvituninni og leysa út læðingi krafta sem við vissum ekki að við byggjum yfir.

Markmið námskeiðsins

 • Að þátttakendur læri að þekkja hvað það er sem stýrir líðan okkar.
 • Að þátttakendur læri  að stýra eigin streituvaldandi hugsunum.
 • Að þátttakendur hafi tileinkað sér nokkrar einfaldar en áhrifaríkar aðferðir sem virka í erli dagsins.

Verð

Almennt verð er kr. 35.100 EN fyrir starfsmenn aðildarfyrirtækja Dokkunnar kr. 28.000 – OG – ef keypt eru 2 sæti eða fleiri er veittur sérstakur 10% afsláttur og er verðið þá kr. 25.300 fyrir hvert sæti til starfsmanna aðildarfyrirtæka og kr. 31.600 til annarra.

Hvar?

Í beinni á Teams  – þú færð sendan tengil á námskeiðið daginn áður en það hefst.
Til að fá örugglega sendan tengil er best að skrá sig á námskeiðið í síðasta lagi einni klukkustund áður en það hefst.

Nokkrar umsagnir um námskeiðið

 • Ég var á námskeiðinu hjá þér í morgun, þúsund þakkir, þetta var frábært námskeið.
 • Takk fyrir frábæran fyrirlestur í morgun hjá Dokkunni. Það var svo mikill sannleikur í því sem þú varst að tala um.
 • Eftir nokkrar vikur með aðferðum Söru var kvíðin nánast horfin.
 • Takk Sara, ég var svefnlaus og kvíðin en er það ekki lengur.
 • Svefnin hefur snarbatnað og orkan og krafturinn komið til baka.
 • Ég er aftur að orðin eins og ég var fyrir mörgum árum.
 • Eftir að hafa notað verkfæri Söru hefur líðan mín snarbatnað.