fbpx

Áhættu-, eigna- og lausafjárstýring

Verkfæri í kistu fjármáladeildarinnar

Þú lærir:
Að að þekkja grunnhugtök áhættustýringar og getur strax að loknu námskeiði nýtt þér verkfæri áhættustýringar við undirbúning og stjórnun áhættu og eigna.

Námskeiðið er fyrir:

 • Alla fjármálastjóra, forstöðumenn og starfsmenn fjármálasviða
 • Alla þá sem vilja stýra áhættu í fyrirtæki sínu
 • Alla þá sem vilja fá meira út úr lausafé fyrirtækis síns
 • Áhugamenn um hagnýta notkun á afleiðum
 • Starfsmenn fjármálafyrirtækja sem leiðbeina öðrum þegar kemur að áhættuvörnum

Leiðbeinendur

Kristín Erla Jóhannsdóttir

Kristín Erla starfaði hjá eignastýringu Landsbanka frá 2014-2022, hún var forstöðumaður eignastýringar Landsbanka frá 2015. Á árunum 2001 til 2014 starfaði hún við miðlun, í fjárstýringu og hagdeild Arion banka/Kaupþings. Kristín er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði og er að ljúka M.Sc. námi í fjármálum fyrirtækja. Hún hefur jafnframt lokið diplómanámi í spænskum fræðum. Kristín Erla er í stjórn HS Veitna.

Lilja Pálsdóttir

Lilja starfaði sem forstöðumaður áhættu- og fjárstýringar flugfélagsins Play en hefur lengst af starfað í fjármálaheiminum, bæði á mörkuðum og í eigna- og áhættustýringu Arion banka og Landsbankans. Um árabil starfaði hún hjá Íslandsbanka og forverum hans þar sem hún sá um hlutabréfaafleiðubók bankans. Hún lauk löggildingu í verðbréfamiðlun árið 2007 og tók ACI dealing certificate árið 2008. Þá hefur hún sótt fjölmörg námskeið um afleiður (m.a. hjá Euromoney í London og París). Lilja er með M.Sc. í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands.

Hvenær?

Haustið 2022

Staðsetning verður kynnt síðar. 

Af hverju þetta námskeið

Hlutverk og ábyrgð fjármáladeildarinnar er margþætt og krefjandi. Það er mikilvægt að hafa góða yfirsýn og geta brugðist skjótt við breytingum í rekstrinum og rekstrarumhverfinu. Í slíkum aðstæðum er mikilvægt að vita hvaða verkfæri er best að nota og hvenær á að sækja sér ráðgjöf út fyrir fyrirtækið. Þannig býr fyrirtækið yfir þekkingu til að leita bestu lausna hverju sinni. 

Markmið námskeiðsins

 • Að þátttakendur öðlist grunnþekkingu á áhættu-, eigna- og lausafjárstýringu.
 • Að þáttakendur geri sér betur grein fyrir hvernig má á auðveldan hátt verja rekstur og efnahag fyrir óæskilegum sveiflum. 
 • Að þátttakendur verði hæfari til að nota fjármálagerninga, t.d. afleiður, verðbréfa- og lausafjársjóði,  í daglegum störfum sínum og geti beitt þeim við áhættu- og eignastýringu. 
 • Að þátttakendur geri sér grein fyrir að vel dreift eignarsafn dregur úr áhættu um leið og það eykur líkur á hærri ávöxtun.
 • Að þátttakendur geti valið sjóði til fjárfestingar að teknu tilliti til þarfar fyrirtækisins hverju sinni.
 • Að þátttakendur geti byggt upp eignasöfn sem taka mið af bæði fjárhagslegum og samfélagslegum markmiðum þeirra, hvort sem þau snúa að umhverfislegum, félagslegum eða stjórnarfarslegum þáttum.
 • Að þátttakendur geti lágmarkað virðisrýrnun eigna sinna vegna verðbólgu.

Um námskeiðið

Áhætta er samnefnari allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á rekstur viðkomandi fyrirtækis. Allur rekstur stendur frammi fyrir áhættu í einhverjum mæli og útilokað er að eyða út allri áhættu með tilliti til kostnaðar. 

Á námskeiðinu verður m.a. farið yfir eftirfarandi atriði sem snerta áhættu-, eigna- og lausafjárstýringu:

 • Hvað er áhætta, helstu tegundir áhættu, áhættuvilji, áhættuþol, áhættufælni og hvernig áhættu er stýrt.
 • Mótun áhættustefnu fyrirtækja.
 • Virðisauki áhættustýringar fyrir fyrirtæki.
 • Áhrifavalda ávöxtunar.
 • Áhættuvarnir (e. hedging) og spákaupmennsku (e. speculation) og hvernig áhættuvarnir nýtast í rekstri og fyrir efnahaginn.
 • Helstu tegundir afleiða sem notaðar eru til áhættuvarna.
 • Verðlagning afleiðuvarna, framvirkir punktar, valréttagjald.
 • Beiting sjóðsstreymis til að mæta fjárhagslegum skuldbindingum (e. natural hegding).
 • Uppbygging stöndugra eignasafna, sjóðir, lausafé, verðbólga, sjálfbærni.
 • Uppbygging eignasafna sem taka mið af bæði fjárhagslegum og samfélagslegum markmiðum þeirra, hvort sem þau snúa að umhverfislegum, félagslegum eða stjórnarfarslegum þáttum.
 • Staða gjaldeyris- og eignamarkaða í dag.
 • Raunveruleg dæmi um íslensk fyrirtæki sem hafa nýtt sér afleiður til varnar reksturs og efnahags. 

Helstu hugtök sem farið er í á námskeiðinu og mikilvægt er að kunna skil á

 • Ávöxtun
 • Ávöxtunarkrafa
 • Áhætta
 • Áhættuvilji
 • Áhættuþol
 • Áhættufælni
 • Eignadreifing
 • Vel dreift eignasafn
 • Lausafjárstýring
 • Verðtrygging

Á námskeiðinu verður rótað í verkfærakistu fjármáladeildarinnar. Fjallað verður um hvernig fyrirtæki geta varið rekstur og efnahag, ávaxtað lausafé á sem hagkvæmastan hátt og byggt upp vel dreift eignasafn til skemmri og/eða lengri tíma.

Verð

Almennt verð er kr. 35.100 EN fyrir starfsmenn aðildarfyrirtækja Dokkunnar kr. 32.000 – OG – ef keypt eru 2 sæti eða fleiri er veittur sérstakur 10% afsláttur og er verðið þá kr. 28.800 fyrir hvert sæti til starfsmanna aðildarfyrirtæka og kr. 31.600 til annarra.

Hvar?

Staðsetning verður kynnt þegar nær dregur.

 

Nokkrar umsagnir um námskeiðið

“Virkilega flott námskeið. Lilja og Kristín náðu að koma aðalatriðum vel að í “hands-on” umfjöllun. Greinilega fagmenn báðar tvær. Hika ekki við að mæla með þátttöku í frekari námskeiðum. Auðvelt að gefa fullt húsa stiga hér”.

“Kristín Erla og Lilja eru báðar framúrskarandi. Þær hafa báðar trausta þekkingu á áhættustýringu þar sem áhugavert og uppbyggilegt var að eiga við þær samræður um viðfangsefnið og útfærslur varðandi áhættustýringu í stjórnun reksturs. Ég mun klárlega vera í góðu sambandi við þær og varðandi útfærslur á áhættustýringu”.