A3
Áhrifaríkar aðferðir við að gera umbætur á ferlum
Að loknu námskeiði getur þú:
- Greint vandamál með aðferð A3
- Rótargreint vandamál með aðferðum eins og 5 why’s og fiskibeinariti
- Stýrt verkefni og leyst vandamál með aðferð A3 og PDCA
Leiðbeinandi
Margrét Ragnarsdóttir og/eða Ásdís Kristinsdóttir hjá Gemba
Þær Margrét og Ásdís hafa áralanga reynslu af ferlavinnu af öllu tagi og hafa hjálpað fjölmörgum fyrirtækum við að greina, búa til og innleiða markvissa og skilvirka ferla.
Hvenær?
24. mars 2022 kl. 9.00 – 11.30 / 12.00
Á vefnum á Teams

Af hverju þetta námskeið?
Fátt hjalpar okkur meira en verkfæri. sem eru einföld í notkun. Lean býr yfir fjölmörgun verkfærum sem einfalda alla vinnu við stöðugar umbætur og úrlausn vandamála. A3 gefur okkur góða yfirsýn yfir verkefnið eða vandamálið á einum afmörkuðum fleti og á við hvert sem flækjustig verkefnis er.

Um námskeiðið
Farið er yfir árangursríkar aðferðir við greiningu vandamála, einfaldar rótargreiningar og skilvirka verkefnastjórnun. Notast er við A3 aðferð sem byggist á Plan-Do-Check-Act gæðahring Demings. Námskeiðið er fyrir alla sem hafa áhuga á skilvirkum aðferðum við greiningu vandamála og stýringu verkefna. Á námskeiðinu er lögð áhersla á hagnýtar aðferðir og verklegar æfingar.
Markmið námskeiðsins
- Að þjálfa nemendur í því að nota A3 við greiningu og lausn vandamála
- Að þjálfa nemendur í því að rótargreina vandamál
- Að veita nemendum hands-on þjálfun í notkun á A3 aðferðafræðinni
- Að veita nemendum einföld sniðmát til að beita A3
Verð
Almennt verð er kr. 35.100 EN fyrir starfsmenn aðildarfyrirtækja Dokkunnar kr. 28.000 – OG – ef keypt eru 2 sæti eða fleiri er veittur sérstakur 10% afsláttur og er verðið þá kr. 25.300 fyrir hvert sæti til starfsmanna aðildarfyrirtæka og kr. 31.600 til annarra.
Hvar?
Í beinni á Teams – þú færð sendan tengil á námskeiðið ca. 30 mín. áður en það hefst.
Til að fá örugglega sendan tengil er best að skrá sig á námskeiðið í síðasta lagi einni klukkustund áður en það hefst.