fbpx

Ferlagreining og umbætur

Áhrifaríkar aðferðir við að gera umbætur á ferlum

Að loknu námskeiði getur þú:

  • Auðkennt sóun í ferlum.
  • Komið með tillögur að umbótum í ferli.
  • Mappað upp ferli með áhrifaríkum aðferðum t.a.m SIPOC greiningu.
  • Stýrt einfaldri ferlavinnustofu með það markmið að stytta og einfalda ferli.

 

Leiðbeinandi

Margrét Ragnarsdóttir og/eða Ásdís Kristinsdóttir hjá Gemba

Þær Margrét og Ásdís hafa áralanga reynslu af ferlavinnu af öllu tagi og hafa hjálpað fjölmörgum fyrirtækum við að greina, búa til og innleiða markvissa og skilvirka ferla.

Hvenær?

16. febrúar 2022 kl. 9.00 – 11.30 / 12.00

Á vefnum á Teams

Af hverju þetta námskeið

Öll starfssemi skipulagsheilda byggist á ferlum hvort sem þeir eru smíðaðir sérstaklega með tilliti til þarfa viðkomandi skipulagsheildar eða verða til með óformlegum hætti. Í nútímanum keppast stjórnendur og sérfræðingar við að smíða ferla sem þjóna starfseminni á sem skilvirkastan hátt.

Mynd af manni

Um námskeiðið

Á námskeiðinu er farið yfir grunnatriði ferlagreiningar, hvernig ná má utan um núverandi stöðu tiltekinna ferla, teikna þau upp og greina tækifæri til umbóta. Farið er yfir einfaldar aðferðir við að setja fram ferli á skýran máta með SIPOC greiningu. Þegar ferli hefur verið teiknað upp er farið yfir hvernig bera má kennsl á sóun í ferlum og kenndar áhrifaríkar aðferðir við að gera umbætur á ferlum. Á námskeiðinu er lögð áhersla á hagnýtar aðferðir og verklegar æfingar.

Markmið námskeiðsins

  • Að þjálfa nemendur í því að greina sóun í ferlum
  • Að þjálfa nemendur í því að koma auga á umbætur og tækifæri í ferlum
  • Að veita nemendum hands-on þjálfun í að mappa upp ferli
  • Að veita nemendum tól til að halda eigin ferlavinnustofu

Verð

Almennt verð er kr. 35.100 EN fyrir starfsmenn aðildarfyrirtækja Dokkunnar kr. 28.000 – OG – ef keypt eru 2 sæti eða fleiri er veittur sérstakur 10% afsláttur og er verðið þá kr. 25.300 fyrir hvert sæti til starfsmanna aðildarfyrirtæka og kr. 31.600 til annarra.

 

Hvar?

Í beinni á Teams  – þú færð sendan tengil á námskeiðið ca. 30 mín. áður en það hefst.
Til að fá örugglega sendan tengil er best að skrá sig á námskeiðið í síðasta lagi einni klukkustund áður en það hefst.