fbpx

Leiðbeinandi samtal

Samtalið sem þú forðast verður leikur einn

Þú lærir:

 • Undirstöðu atriði leiðbeiningarsamtala og hvernig dæmigert samtal fer fram frá A til Ö.
 • Hvernig best er að taka á óæskilegri hegðun á faglegan og formlegan hátt.

Námskeiðið er fyrir:

 • Stjórnendur og millistjórnendur
 • Mannauðsstjóra sem vilja bæta við sig hagnýturm verkfærum í krefjandi samtölum
 • Leiðtoga og teymisstjóra sem þurfa að eiga krefjandi samtal við einstaklinga
 • Lykilfólk í meðalstórum og minni fyrirtækjum með mannaforráð
 • Alla þá sem hafa áhuga á að auka færni sína í að taka á erfiðum málum innan síns hóps

Leiðbeinandi

Guðrún Snorradóttir

Guðrún er stjórnendaþjálfi og hefur víðtæka reynslu af því að nota verkfæri markþjálfunar og jákvæðrar sálfræði, bæði hér heima og erlendis.  Hún er með MSc í hagnýtingu jákvæðrar sálfræði frá Anglia Ruskin háskólanum í Cambridge auk þess að vera vottaður PCC stjórnendamarkþjálfi frá International Coaching Federation. Sérsvið Guðrúnar er þjálfun á færni leiðtoga til framtíðar. Má þar nefna þrautseigju, tilfinningagreind, nýtingu styrkleika, leiðir til að skapa aukið traust og sálrænt öryggi , ásamt nýtingu markþjálfunar í margvíslegum samtölum við starfsmenn og viðskiptavini.

Hvenær?

18. október 2022 kl. 9.00 – 11.30/12.00

Á vefnum á Teams

Af hverju þetta námskeið

Reynslan sýnir að eitt þeirra verkefna, sem stjórnendum finnst hvað erfiðast að takast á við, er að leitast við að leiðrétta hegðun starfsmanna.
Óásættanleg hegðun getur haft mismunandi birtingarmyndir, allt frá beittum húmor yfir í ókurteisi eða í verstu tilfellum einelti. Allir stjórnendur þurfa á einhverjum tímapunkti að takast á við slíkar áskoranir í starfi sínu og þá gildir að hafa réttu verkfærin. Leiðbeiningarsamtal er ein leið til að takast á við slík verkefni og getur veitt stjórnendum það öryggi sem þarf til að brjóta ísinn og hefjast handa. 

Markmið námskeiðsins

 • Að þátttakendur öðlist dýpri skilning á leiðbeiningarsamtali sem aðferð.
 • Að þáttakendur geti beitt leiðbeinandi samtali á fyrri stigum krefjandi starfsmannamála.
Mynd af manni

Um námskeiðið

Helstu námsþættir:

 • Hvað: Hugmyndafræði leiðbeiningarsamtala og hlutverk stjórnandans.
 • Ávinningur: Hagnýtar leiðir til að takast á við verkefnið, þjálfun í samtalinu.
 • Verkfæri: Hvernig lítur leiðbeiningarsamtalið út og hvernig framkvæmi ég það.
 • Innsýn: Skilningur á því hvenær er gott að nýta verkfærið og hvað þarf til að brjóta ísinnn.
 • Samskipti: Hvað hugarfar stjórnandans er mikið lykilatriði ásamt virkri hlustun.
 • Forvarnir: Hvernig hægt er að koma í veg slík samtöl með skýrleika og væntingastjórnun í upphafi ráðningarsambands.

Að námskeiði loknu ættu þátttakandur að geta svarað eftirfarandi spurningum:

 • Hvað er leiðbeiningarsamtal og hvernig beitum við því verkfæri í stjórnun?
 • Hvaða þýðingu hefur það að að hefja ráðningarsambandið á réttum nótum?
 • Hvað er sálfræðilegi samningurinn?
 • Hvaða gögn þarf að hafa til stuðnings?
 • Hver er hin „jákvæða“ saga starfsmannsins?
 • Hverjar eru grunnaðferðir markþjálfunar og hvernig nýtast þær í krefjandi samtölum?
 • Hvernig má vinna með eigið hugarfar fyrir samtalið?
 • Hver er framvinda samtalsins frá A til Ö ásamt undirbúningi?
 • Hvernig er samtalinu fylgt eftir?
 • Nokkrar hagnýtar æfingar.

Verð

Almennt verð er kr. 35.100 EN fyrir starfsmenn aðildarfyrirtækja Dokkunnar kr. 28.000 – OG – ef keypt eru 2 sæti eða fleiri er veittur sérstakur 10% afsláttur og er verðið þá kr. 25.300 fyrir hvert sæti til starfsmanna aðildarfyrirtækja og kr. 31.600 til annarra.

Hvar?

Í beinni á Teams  – þú færð sendan tengil á námskeiðið ca. 30 mín. áður en það hefst.
Til að fá örugglega sendan tengil er best að skrá sig á námskeiðið í síðasta lagi einni klukkustund áður en það hefst.