fbpx

Mótun og innleiðing Omni Channel stefnu

Viltu fleiri viðskiptavini sem versla oftar og meira í einu?

 

Hvað er Omni Channel stefna?

Hnökralaus persónuleg upplifun viðskiptavina í gegnum allt kaupferlið hvort sem er á vef, verslun eða þjónustuborði.

Þú lærir:

Skef fyrir skref aðferðir við að móta Omni channel stefnu.

Námskeiðið er fyrir:

Omni channel stefnumótun hentar þjónustufyrirtækjum sem vilja móta og innleiða markvissa retail stefnu sem mætir væntingum viðskiptavina í stafrænum heimi.

 

Leiðbeinandi

Edda Blumenstein

Edda er eigandi og ráðgjafi hjá beOmni sem sérhæfir sig í retail ráðgjöf. Hún hefur stundað doktorsrannsóknir á árangursríkri umbreytingu fyrirtækja með mótun og innleiðingu á svokallaðri Omni channel stefnu við Leeds University Business Scholl í Bretlandi. Edda hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeið um Omni channel, bæði hérlendis og erlendis.

Hvenær?

20. nóvember 2020, kl. 9.00 – 12.00

Á vefnum.

Af hverju þetta námskeið

Kauphegðun og væntingar viðskiptavina hafa gjörbreyst í þeim stafræna heimi sem við lifum í og samkeppnin stóraukist. Fyrirtækjum gengur misvel að aðlagast þessum breytingum. Omni channel stefnumótun með viðskiptavininn í forgrunni getur hjálpað fyrirtækjum að umbreytast í takt við væntingar viðskiptavina, auka tryggð og lantímaárangur fyrirtækisins. Á þessu námskeiði er farið yfir lykilskref við mótun slíkrar stefnu. Þátttakendur fá verkefni tengd hverju skrefi til að hefja Omni channel stefnumótun fyrir sitt fyrirtæki.

Mynd af manni

Um námskeiðið

Námskeiðið er stutt og hagnýtt þar sem farið verður í gegnum lykilþætti við mótun Omni channel stefnu:

  • Grunnstoðir
  • Stöðumat
  • Tækifæragreining
  • Stefnumótun
  • Innleiðing

Námskeiðið fer fram með fyrirlestri, umræðum og verkefnum. Þátttakendur þurfa ekki að nota fartölvu á námskeiðinu en það er kostur.

Markmið námskeiðsins

Að þátttakendur læri lykilskrefin við mótun og innleiðingu Omni channel stefnu á árangursríkan hátt.

Verð

Almennt verð er kr. 35.100 EN fyrir starfsmenn aðildarfyrirtækja Dokkunnar kr. 28.000 – OG – ef keypt eru 2 sæti eða fleiri er veittur sérstakur 10% afsláttur og er verðið þá kr. 25.300 fyrir hvert sæti til starfsmanna aðildarfyrirtæka og kr. 31.600 til annarra.

 Hvar?

Í beinni á Teams  – þú færð sendan tengil á námskeiðið ca. 30 mín. áður en það hefst.
Til að fá örugglega sendan tengil er best að skrá sig á námskeiðið í síðasta lagi einni klukkustund áður en það hefst.